Elvis ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga 3. nóvember 2009 10:22 Elvis Persley er ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga í heiminum. Tískukóngurinn Yves Saint Laurent hefur velt honum úr sessi. Raunar er Elvis dottinn niður í fjórða sæti listans en Michael Jackson kemur sterkur inn í þriðja sætið. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins um tekjur látinni einstaklinga námu tekjurnar af dánarbúi Yves Saint Laurent um 350 milljónum dollara í ár, eða tæpum 44 milljörðum kr. Stór hluti af þeim tekjum eru vegna sölu á fasteignum tískukóngsins sem lést úr krabbameini á síðasta ári. Í öðru sæti eru tónlistarmennirnir Rodgers og Hammerstein en dánarbú þeirra skilaði tekjum upp á 235 milljónir dollara í ár. Tekjurnar eru vegna höfundarréttargreiðslna af verkum þeirra. Oscar Hammerstein lést árið 1960 og Richard Rodgers árið 1979. Í þriðja sæti er síðan Michael Jackson sem lést í júní í ár en tekjur dánarbúsins nema 90 milljónum dollara í ár. Forbes reiknar fastlega með að Jackson nái fyrsta sæti listans á næsta ári. Elvis er síðan í fjórða sæti en dánarbú rokkkóngsins skilaði 55 milljón dollara tekjum í ár. Elvis lést í ágúst 1977. Forbes reiknar með að hann nái betra sæti á listanum á næsta ári. Þeir sem skipa topp tíu listan að öðru leyti eru rithöfundurinn J.R.R. Tolkien en dánarbú hans skilaði 50 milljónum dollara. Það var einkum kvikmyndun á Hringadróttinssögu Tolkien sem skilar þessum tekjum. Tolkien lést árið 1973. Síðan koma Charles Schultz, skapari teiknimyndahetjunnar Charlie Brown, tónlistarmaðurinn John Lennon, dr. Suess eða Theodor Geisel skapari Köttsins með höttinn, vísindamaðurinn Albert Einstein og rithöfundurinn Michael Crichton. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Elvis Persley er ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga í heiminum. Tískukóngurinn Yves Saint Laurent hefur velt honum úr sessi. Raunar er Elvis dottinn niður í fjórða sæti listans en Michael Jackson kemur sterkur inn í þriðja sætið. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins um tekjur látinni einstaklinga námu tekjurnar af dánarbúi Yves Saint Laurent um 350 milljónum dollara í ár, eða tæpum 44 milljörðum kr. Stór hluti af þeim tekjum eru vegna sölu á fasteignum tískukóngsins sem lést úr krabbameini á síðasta ári. Í öðru sæti eru tónlistarmennirnir Rodgers og Hammerstein en dánarbú þeirra skilaði tekjum upp á 235 milljónir dollara í ár. Tekjurnar eru vegna höfundarréttargreiðslna af verkum þeirra. Oscar Hammerstein lést árið 1960 og Richard Rodgers árið 1979. Í þriðja sæti er síðan Michael Jackson sem lést í júní í ár en tekjur dánarbúsins nema 90 milljónum dollara í ár. Forbes reiknar fastlega með að Jackson nái fyrsta sæti listans á næsta ári. Elvis er síðan í fjórða sæti en dánarbú rokkkóngsins skilaði 55 milljón dollara tekjum í ár. Elvis lést í ágúst 1977. Forbes reiknar með að hann nái betra sæti á listanum á næsta ári. Þeir sem skipa topp tíu listan að öðru leyti eru rithöfundurinn J.R.R. Tolkien en dánarbú hans skilaði 50 milljónum dollara. Það var einkum kvikmyndun á Hringadróttinssögu Tolkien sem skilar þessum tekjum. Tolkien lést árið 1973. Síðan koma Charles Schultz, skapari teiknimyndahetjunnar Charlie Brown, tónlistarmaðurinn John Lennon, dr. Suess eða Theodor Geisel skapari Köttsins með höttinn, vísindamaðurinn Albert Einstein og rithöfundurinn Michael Crichton.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira