Erlent

Samþykkti ESB-sáttmála

Vaclav Klaus Forseti Tékklands er andvígur Lissabonsáttmálanum, en þarf að undirrita hann. nordicphotos/AFP
Vaclav Klaus Forseti Tékklands er andvígur Lissabonsáttmálanum, en þarf að undirrita hann. nordicphotos/AFP

Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í gær Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, sem er samningur um víðtækar endurbætur á sambandinu.

Neðri deildin samþykkti sáttmálann í febrúar síðastliðnum, en Tékkland telst þó ekki formlega hafa staðfest hann fyrr en Vaclav Klaus, forseti landsins, hefur undirritað hann. Klaus er hins vegar andvígur sáttmálanum.

Lissabon-sáttmálinn kemur í staðinn fyrir stjórnarskrársáttmála Evrópu sem Írar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Aðrar þjóðir sambandsins hafa samþykkt hann. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×