Viðskipti innlent

Norðurlöndin hafa áhyggjur af því að gjaldeyrissjóðslánið fari í Icesave afborganir

Ingimar Karl Helgason skrifar
Finnar, Svíar, Norðmenn og Danir bíða staðfestingar Icesave samkomulagsins áður en lán til Íslands verða afgreidd. Löndin bíða með lánin til að koma í veg fyrir að þau verði notuð til að borga Bretum og Hollendingum.

Finnar, Danir Norðmenn og Svíar hafa heitið því að lána Íslendingum sem nemur um um einum komma sjö milljörðum evra. Peningarnir eiga að fara í að styrkja gjaldeyrisvaraforða Íslendinga. Upphæðin nemur um 320 milljörðum króna miðað við gengi dagsins. Lánin eiga að borgast til baka eftir tólf ár. Það hefur verið gefið út að lánin verði ekki afgreidd fyrr en Alþingi hefur samþykkt ríkisábyrgð vegna Icesave reikninganna. En hvers vegna?

Stjórnir annarra ríkja á Norðurlöndum hafa af því áhyggjur að Íslendingar eyði peningunum í Icesave skuldbindingarnar. Þetta kemur fram í skýrslu sem sænska ríkisstjórnin skilaði til Ríkisdagsins, sænska þingsins, fyrir um mánuði. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía er meðal þeirra sem skrifar undir plaggið. Þar segir, í miðri skýrslu, í lauslegri þýðingu: Norðurlöndin vilja með þessum hætti koma í veg fyrir að lánin lendi í höndum Hollendinga og Breta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×