Handbolti

Löwen í annað sætið - Lemgo tapaði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Nordic Photos/Bongarts

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í þýska handboltaliðinu Rhein-Neckar Löwen skutust í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með öruggum 35-27 sigri á Wetzlar.

Guðjón Valur skoraði 5 mörk fyrir Löwen, þar af tvö út vítum. Mariusz Jurasik var markahæstur hjá Löwen með 11 mörk.

Fínt hjá Löwen sem var lengi í gang í vetur og nokkuð á eftir toppliðunum.

Íslendingaliðið Lemgo tapaði aftur á móti óvænt fyrir Nordhorn, 30-38, á heimavelli og er því enn í fjórða sæti.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×