Viðskipti innlent

Seðlabankinn umsvifamikill á millibankamarkaði

Samkvæmt hagfræðideild Landsbankans nam heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri 5,2 milljörðum króna í maí, þar af var velta Seðlabankans rúmir 2 milljarðar. Var því hlutdeild Seðlabankans í heildarveltunni tæp 40%. Þetta kemur fram í nýuppfærðum hagtölum frá Seðlabankanum.

Hlutdeild Seðlabankans er nú svipuð og á tímabilinu frá desember 2008 til febrúar 2009. Seðlabankinn hafði aftur á móti lítil afskipti af gjaldeyrismarkaðnum í mars en þá féll krónan um 10,5% frá upphafi til loka mánaðarins.

Krónan féll um 1,8% í gær og má jafnvel búast við frekari lækkun krónunnar að mati sérfræðinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×