Erlent

Lockerbie morðinginn laus úr haldi

MYND/AP

Skosk yfirvöld tilkynntu í dag þá ákvörðun sína að sleppa úr haldi hryðjuverkamanninum Al Megrai sem dæmdur var fyrir Lockerbie ódæðið þegar 270 manns fórust um borð í þotu Pan Am flugfélagsins, árið 1988. Honum veður leyft að fara til heimalands síns Líbíu en hann er sagður þjást af krabbameini í blöðruhálskirtli.

Hann var sakfelldur árið 1999 fyrir aðild sína að ódæðinu en hann kom sprengju fyrir um borð í þotunni sem sprakk síðan í loft upp yfir skoska þorpinu Lockerbie. Al Megrai starfaði á sínum tíma fyrir leyniþjónustu Líbíu. Flestir þeirra sem fórust voru bandarískir ríkisborgarar og hefur Hvíta húsið þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem náðun Al Megrai er hörmuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×