Erlent

Tveir menn kærðir vegna skartgriparáns í Lundúnum

Hinir grunuðu
Hinir grunuðu

Tveir menn hafa verið kærðir í tengslum við 40 milljón punda rán í Graff skartgripaversluninni í miðborg lundúna. Þetta kemur fram í Scotland Yard.

Mennirnir heita Solomun Beyene, 24 ára frá norðvestur London, og Craig Calderwood, 26 ára en ekki er vitað nánar hvaðan hann kemur. Þeir verða ákærðir fyrir rán og samsæri, sem og ólöglega vörslu skotvopna.

Mennirnir verða leiddir fyrir Magistrates réttinn í Wimbledon á morgun.

Fréttirnar koma í kjölfar fregna af því að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við ránið fyrr í kvöld. Hinir tveir mennirnir voru handteknir á þriðjudag.

Lögreglan fór á miklar mannaveiðar eftir ránið og sendi út myndir úr öryggismyndavélum. Á myndbandinu sáust mennirnir heimsækja búðina, tveimur dögum fyrir ránið.

Rannsakendur glæpavettvanga hafa verið að skoða tvo bíla og mótorhjól sem talið er að hafi verið að notað til að komast undan að ráninu loknu. Einnig er verið að rannsaka skambyssu sem notuð var við ránið sem og búnað til að útbúa dulargervi.

Mennirnir komu í svörtum leigubíl á staðinn þar sem ránið átti sér stað. Þeir skipuðu starfsstúlku að láta 43 skartgripi í poka. Þegar þeir fóru út úr búðinni skutu þeir í átt að öryggsverði, áður en þeir stukku upp í bláan BMW.

Þeir réttu mótorhjólamanni varninginn rétt áður en þeir lentu í árekstri við leigubíl. Þá reyndu óbreyttir borgarar að blanda sér í málin en mennirnir skutu viðvörunarskotum upp í loft svo fólkið hörfaði. Því næst stigu þeir upp í silfurlitaðan Mercedes Benz.

Í síðustu viku var fimmtugur maður yfirheyrður vegna málsins en látinn laus gegn tryggingu. Lögreglan hefur boðið eina milljón punda fyrir upplýsingar sem gætu vísað henni á glæpagengið að baki ráninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×