Innlent

Tvær bifreiðar brunnu til kaldra kola

Tvær bifreiðar brunnu til kaldra kola við Úthlíð í Biskupstungum í gær. Ung stúlka var að fikta með kveikjara inni í bíl en við hlið hennar lá bensíntrekt sem nýlega hafði verið notuð til þess að hella bensíni á tank bílsins og var því blaut og mjög eldfim. Neisti hljóp í trektina og blossaði upp eldur.

Stúlkan náði að forða sér út úr bílnum og félagar hennar náðu að henda bensínbrúsa sem var í farþegasætinu út úr honum einnig. Þau hlupu svo að næsta sumarbústað til þess að láta vita og reyndu að slökkva eldinn með vatni sem þau báru úr bústaðnum.

Við eldinn varð hins vegar ekki ráðið og magnaðist hann fljótt. Annar bíll sem stóð við hlið hins varð eldinum einnig að bráð en unga fólkið hafði áttað sig of seint á því að koma honum í burtu. Áður en slökkviliði tókst að kæfa eldinn höfðu báðir bílarnir brunnið þannig að lítið er eftir af þeim og þeir gjörónýtir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×