Innlent

Ragna skipar þrjá saksóknara

Mynd/Anton
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur skipað þau Arnþrúði Þórarinsdóttur, Björn Þorvaldsson og Hólmstein Gauta Sigurðsson í embætti saksóknara við embætti sérstaks saksóknara. Þau hefja störf 15. október við hlið Ólafs Þór Haukssonar, sérstaks saksóknara.

Stöðurnar þrjár voru auglýstar lausar til umsóknar 7. ágúst síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 26. ágúst.

Aðrir umsækjendur voru: Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, Eyjólfur Ármannsson, saksóknarfulltrúi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður, Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, Hulda María Stefánsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, Kristín Björg Pétursdóttir, héraðsdómslögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur. Tveir drógu umsókn sína til baka, þar á meðal Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×