Erlent

Íhaldsmenn vilja Breta lengur á atvinnumarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi gamla kona er að öllum líkindum komin á eftirlaun. Mynd/ AFP.
Þessi gamla kona er að öllum líkindum komin á eftirlaun. Mynd/ AFP.
Breskir launþegar munu verða lengur á atvinnumarkaði verði tillögur íhaldsmanna þar í landi að veruleika. Gert er ráð fyrir að George Osborn, fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, muni kynna tillögurnar í dag.

Þær fela í sér að þegar lögin taka gildi, árið 2016, muni karlmenn fara á eftirlaun 66 ára gamlir en ekki 65 ára gamlir eins og nú er. Konur munu hins vegar geta farið á eftirlaun 63 ára gamlar en ekki 60 ára eins og nú er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×