Innlent

Jólasýningu Þjóðleikhússins frestað

Gerplu, jólasýningu Þjóðleikhússins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í stað Gerplu verður söngleikurinn Óliver jólasýningin þetta árið en til stóð að frumsýna Gerplu þann 26. desember næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en ekki hefur náðst í Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og því óljóst af hverju sýningunni hefur verið frestað.

Gerpla er í leikgerð Baltasars Kormáks og er sýningin byggð á samnefndri bók Halldórs Laxness.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að til standi að endurgera íslensku kvikmyndina Reykjavík - Rotterdam í Hollywood. Baltasar mun leikstýra þeirri mynd og er áætlað að hefja tökur snemma á næsta ári. Leiða má að því líkum að þær fréttir hafi sett strik í reikninginn hjá Þjóðleikhúsinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×