Erlent

Obama hittir ekki Dalai Lama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama ætlar ekki að hitta Dalai Lama.
Barack Obama ætlar ekki að hitta Dalai Lama.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, neitar að hitta Dalai Lama í Washington í þessari viku. Breska blaðið The Telegraph segir að með þessu vilji Obama mýkja Kínverja en þeir hafa lagst gegn því að þjóðarleiðtogar hitti Lama, sem er andlegur leiðtogi Tíbeta. Dalai Lama er handhafi friðarverðlauna Nóbels. Obama verður fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hittir hann ekki frá því að Dalai Lama hóf reglulegar heimsóknir sínar til Washington árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×