Erlent

Jólasveinar vilja forgang að svínaflensusprautum

Óli Tynes skrifar
Oink, oink.
Oink, oink.

Samtök jólasveina í Bandaríkjunum hafa farið framá að þeir verði settir í forgangshóp í bólusetningum við svínaflensunni.

Útbreitt er í Bandaríkjunum að jólasveinar sitji í verslunum og taki börn á hné sér til að hlýða á óskalista þeirra. Þeir eru einnig iðnir við að heimsækja sjúkrahús, barnaskóla og elliheimili.

Talsmaður samtaka þeirra segir að þeir séu því ekki aðeins í mikilli hættu á að smitast sjálfir heldur einnig að smita aðra.

Samtökin hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig þeir geti forðast smit með tíðum handþvotti og að þvo búninga sína oftar en áður. Engu að síður séu þeir í meiri hættu en margir aðrir.

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa tekið beiðnina til skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×