Innlent

Lánþegar Frjálsa gera með sér samtök

Á fjölmennum fundi lánþega Frjálsa fjárfestingarbankans í gærkvöldi var ákveðið að mynda framkvæmdastjórn, sem tæki að sér að halda utan um samningagerð lánþega við skilanefnd bankans, en mikil óánægja ríkir með breytingar á kjörum eldri lána hjá bankanum. Jafnframt var ákveðið að stofna formlega Félag lánþega Frjálsa fjárfestingarbankans og loks skoraði fundurinn á skilanefndina að mæta fulltrúum hópsins við samningaborðið, til að ná réttlátri og sanngjarnri niðurstöðu, eins og það er orðað í ályktun fundarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×