Innlent

Ríflega helmingur borgarbúa ánægðir með störf Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ríflega helmingur borgarbúa eru ánægðir með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét Capacent Gallup gera fyrir sig.

Þar kemur fram að alls 64 prósent eru ánægð með störf Hönnu Birnu. Þar af eru 66 prósent kvenna ánægð með borgarstjórann. Af þeim sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru 95 prósent ánægðir með störf Hönnu Birnu.

Könnunin var gerð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og var tekin 2. til 9. desember. Í úrtaki voru 1172 manns í Reykjavík, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup, og var svarhlutfall 63,7%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×