Erlent

Segir N-Kóreumenn ekki gera upp kjarnorkuver

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il virðist ekki ætla að vígbúast með kjarnorku.
Kim Jong-il virðist ekki ætla að vígbúast með kjarnorku.

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Yu Myung-hwan, sagði í morgun að engin merki væru um að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að koma gamla Yongbyon-kjarnorkuverinu í starfhæft ástand á ný eins og talið var. Yrði þetta gert gætu Norður-Kóreumenn búið til efnivið í eina kjarnorkusprengju á ári. Norður-Kóreumenn hófust handa við að rífa kjarnorkuverið árið 2007 en það er frá Sovéttímanum. Fyrr á þessu ári lýstu þeir því svo yfir að þeir hefðu endurbyggt þann hluta versins sem vinnur plútón úr brunnu kjarnaeldsneyti í reiði sinni yfir refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna vegna tilraunaeldflaugaskota þeirra. Á þriðjudaginn sögðust Norður-Kóreumenn reiðubúnir að halda áfram sexþjóðaviðræðunum svonefndu um kjarnorkumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×