Erlent

Hillary handrukkar Rússa

Óli Tynes skrifar
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú stödd í Moskvu. Hún vonast eftir stuðningi Rússa við harðari refsiaðgerðir gegn Íran ef þarlendir gera ekki hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.

Barack Obama forseti ákvað fyrir nokkrum vikum að hætta við að reisa eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu.

Við það skánuðu mjög samskiptin við Rússland sem voru stormasöm í forsetatíð Georges Bush.

Nú vilja Bandaríkjamenn hinsvegar fá eitthvað fyrir sinn snúð og þá helst stuðning Rússa við að koma böndum á kjarnorkudrauma Írans og Norður-Kóreu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×