Erlent

Skutu fjölda skota á bíl í Brøndby

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan í Brøndby á Kaupmannahafnarsvæðinu leitar nú að mönnum sem skutu sjö eða átta skotum út um bílglugga á annan bíl sem þeir mættu á götu. Ökumaðurinn sem skotið var á slapp ómeiddur en árásarmennirnir forðuðu sér af vettvangi. Vitni gátu gefið greinargóða lýsingu á bílnum sem þeir óku og fann lögregla hann í ljósum logum annars staðar í bænum skömmu síðar. Hann reyndist vera stolinn og leitar tæknideild lögreglunnar nú eftir vegsummerkjum í honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×