Viðskipti innlent

Hættur að lána íslenskum fyrirtækjum

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Íslensk fyrirtæki búa ekki yfir miklum trúverðugleika erlendis.
Íslensk fyrirtæki búa ekki yfir miklum trúverðugleika erlendis.
Helmingur taps Norræna fjárfestingabankans (NIB) á síðasta ári er vegna lána til íslenskra fyrirtækja og annarra fjármálagerninga þeim tengdum. Bankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Bankinn tapaði 145 milljónum evra eða um 26 milljörðum króna á síðasta ári. Helmingur tapsins er rakinn til útlána til Íslands.

NIB bankinn telur of mikla áhættu felast í því að lána íslenskum fyrirtækjum og þeir efast hreinlega um að íslensk fyrirtæki geti staðið við skuldbindingar sínar.

Hverju landi er raðað í flokk, hversu mikið sé lánað fer eftir því í hvaða flokk landið sé. Eftir bankahrunið hér á landi síðastliðið haust, hafi Ísland færst niður. Nú er staðan sú að Norræni fjárfestingabankinn hafi lánað meira fé til Íslands en reglur bankans heimili.

Sigurður Þórðarson, stjórnarmaður hjá bankanum, segir að lausn Icesave deilunnar gæti breytt afstöðu sjóðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×