Viðskipti innlent

Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayen svæðinu

Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayen svæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna sem fóru norður undir Jan Mayen var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði síðastliðinn laugardag þar sem hann fór til vinnslu.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er Lundey nú á síldveiðum fyrir austan landið ásamt Ingunni AK en skipin draga saman eitt troll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×