Viðskipti innlent

Erlendar skuldir ríkisins 200% af landsframleiðslu

Gunnar Örn Jónsson skrifar

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun nema erlendar skuldir ríkisins 200 prósentum af vergri landsframleiðslu Íslands, samkvæmt nýju mati Seðlabankans. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitað var til hans í morgun. Hann sagðist vilja bíða eftir því að málið yrði kynnt í þingflokknum en á morgun verður matið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skuldastaðan hafi verið kynnt tveimur þingnefndum í gær, efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd.

Ein meginforsenda áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var sú að erlend skuldastaða þjóðarbúsins við lok 2009 myndi vera af stærðargráðunni 160 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Með erlendri skuldastöðu er hér átt við erlendar skuldir Íslands í heild sinni, en ekki einungis ríkisins.

Eins og komið hefur fram í fréttum Stöðvar 2 nema erlendar skuldir þjóðarbúsins um 250 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þeir útreikningar byggja á tölum frá því í mars. Í nóvember var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að skuldahlutfall upp á 240 prósent væri óviðráðanlegt fyrir Ísland.

Þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að erlendar skuldir ríkisins nemi tvöfaldri landsframleiðslu má fastlega gera ráð fyrir því að erlendar skuldir Íslands séu hátt í 300 prósent af landsframleiðslu, reynist þessar heimildir á rökum reistar.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.