Innlent

Innbrot í sumarbústað í Grímsnesi

Brotist var inn í sumarbústað í Grímsnesi í gærdag og þaðan stolið 40 tommu flatskjá og fleiri verðmætum. Þjófurinn beitti kúbeini við að spenna upp glugga og komst þannig inn. Hann komst undan og er ófundinn. Lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu í gær. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem stórum flatskjá er stolið úr sumarbústað í Grímsnesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×