SuperBest í Danmörku seldi 120.000 flöskur af fölsku víni 4. nóvember 2009 08:51 Dagvörukeðjan SuperBest hefur síðan 2007 selt um 120.000 flöskur af fölsku rauðvíni. Í ljós hefur komið að hin dýru ítölsku rauðvín Amarone voru blönduð með ódýrum frönskum borðvínum áður en tappað var á flöskurnar á Ítalíu. Í fréttum um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun segir að svikin hafi komið í ljós í september s.l. þegar ítalska lögreglan efndi til umfangsmikilla aðgerða gegn víngarðinum Amarone. Þar var lagt hald á 1,2 milljónir flaska af rauðvíni en í ljós kom að 60% af innihaldi þeirra voru ódýr frönsk borðvín. Gobi Vin sem flutt hefur Amarone vínin inn fyrir SuperBest hefur sett lögfræðing í málið. „Ég hef orðið fyrir áfalli. Þetta er versta upplifun mín á öllum starfsferlinum," segir Peter Sick forstjóri SuperBest í samtali við B.T. „Við erum afskaplega leið yfir því að hafa blekkt viðskiptavini okkar með þessum hætti." Sick bætir því við að svindl sem þetta, að hella ódýrum vínum á dýrar flöskur, sé því miður alltof algengt meðal vínframleiðenda. SuperBest, sem rekur 220 verslanir í Danmörku, hefur endursent 30.000 flöskur af víninu Castello Venezi Amarone. SuperBest hefur látið þau boð út ganga að allir sem hafa keypt Amarone vín hjá keðjunni undanfarin tvö ár geti fengið þau endurgreidd. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dagvörukeðjan SuperBest hefur síðan 2007 selt um 120.000 flöskur af fölsku rauðvíni. Í ljós hefur komið að hin dýru ítölsku rauðvín Amarone voru blönduð með ódýrum frönskum borðvínum áður en tappað var á flöskurnar á Ítalíu. Í fréttum um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun segir að svikin hafi komið í ljós í september s.l. þegar ítalska lögreglan efndi til umfangsmikilla aðgerða gegn víngarðinum Amarone. Þar var lagt hald á 1,2 milljónir flaska af rauðvíni en í ljós kom að 60% af innihaldi þeirra voru ódýr frönsk borðvín. Gobi Vin sem flutt hefur Amarone vínin inn fyrir SuperBest hefur sett lögfræðing í málið. „Ég hef orðið fyrir áfalli. Þetta er versta upplifun mín á öllum starfsferlinum," segir Peter Sick forstjóri SuperBest í samtali við B.T. „Við erum afskaplega leið yfir því að hafa blekkt viðskiptavini okkar með þessum hætti." Sick bætir því við að svindl sem þetta, að hella ódýrum vínum á dýrar flöskur, sé því miður alltof algengt meðal vínframleiðenda. SuperBest, sem rekur 220 verslanir í Danmörku, hefur endursent 30.000 flöskur af víninu Castello Venezi Amarone. SuperBest hefur látið þau boð út ganga að allir sem hafa keypt Amarone vín hjá keðjunni undanfarin tvö ár geti fengið þau endurgreidd.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira