Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS 4. nóvember 2009 09:44 Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira