Innlent

ASÍ krefst mun lægri vaxta

Frá ársfundi ASÍ í október.
Frá ársfundi ASÍ í október. Mynd/GVA
Miðstjórn ASÍ krefst þess að vextir lækki verulega. Miðstjórnin hvetur Seðlabanka Íslands til að lækka stýrivexti við vaxtaákvörðun á morgun þannig að vaxtamunurinn verði ekki meiri en sem nemur 4% miðað við evrópska seðlabankann en vextir þar eru í dag 1,25%.

Í ályktun miðstjórnarinnar segir að fjöldi heimila og fyrirtækja sé að blæða út vegna ofurhárra vaxta á sama tíma og þjóðin búu við miklar hömlur á gjaldeyrismarkaði. „Miðstjórn ASÍ óttast að verði ekki snúið af þessari óheillabraut blasi við frekari fjöldauppsagnir og gjaldþrot."

Vaxtastefnan ógnar jafnframt bankakerfinu eins og það leggur sig, að mati miðstjórnarinnar. „Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra er mikið ójafnvægi milli innlendra skulda bankanna og eigna þeirra í erlendri mynt. Háir vextir gera það erfitt að taka á þessum mikla halla á gengisjöfnuði. Verði hann ekki réttur af mun kostnaðurinn lenda af fullum þunga á ríkissjóði, almenningi og fyrirtækjum, sem þegar róa lífróður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×