Innlent

20 konur á kvennapókermóti

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Til stóð að Svava í 17 myndi spreyta sig á mótinu, en hún komst síðan ekki að sögn Davíðs.
Til stóð að Svava í 17 myndi spreyta sig á mótinu, en hún komst síðan ekki að sögn Davíðs.

„Þetta er bara góðmennt, það eru hérna tvö borð í gangi og fleiri á leiðinni," segir Davíð Rúnarsson, knattspyrnumaður. Davíð skipulagði kvennapókermót á Gullöldinni í Grafarvogi og er staddur þar núna.

Hann segir um tuttugu konur á öllum aldri vera saman komnar á mótinu. Að hans sögn er elsti þátttakandinn kominn á ellilaunaaldur.

„Ég bjóst við fleirum, en maður veit aldrei með þetta. Þetta er svo lítill bransi hjá stelpunum," segir Davíð og bætir við að áhugi fyrir spilinu sé meiri hjá strákum. Hann bendir þó á að um fyrsta mót sinnar tegundar sé að ræða og segist ætla að halda annað kvennamót bráðlega og auglýsa það betur.

Aðspurður hversu stór verðlaunapottur mótsins komi til með að verða segir Davíð hann geta orðið ágætan. „Þetta endar kannski í fimmtíukalli," segir Davíð.

Það er því til mikils fyrir þátttakendur að vinna.






Tengdar fréttir

Kvennapókermót á Gullöldinni í dag

„Það er allt að gerast. Nokkrar flottustu konur landsins ætla að mæta. Það er bullandi áhugi fyrir þessu,“ segir Davíð Rúnarsson, knattspyrnu- og pókermaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×