Neikvæðir hagvísar 11. mars 2009 05:45 Frá London. Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir hagvísana ekki hafa verið neikvæðari síðan í olíukreppunni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. OECD tekur fram að ekki sé útlit fyrir að viðsnúnings gæti í allra nánustu framtíð. Þá er tekið fram að sérstaklega hafi tekið að halla undan fæti hjá stærstu þjóðum heims sem standi utan við stofnunina, svo sem í Brasilíu, Kína, Indlandi og í Rússlandi. Hafi þau dregist niður í svelg vegna alvarlegs samdráttar og minnkandi eftirspurnar hjá ríkustu og umsvifamestu þjóðum heims. Innflutningur hér dróst saman um 33 prósent eftir efnahagshrunið á milli fjórðunga á fjórða ársfjórðungi í fyrra en útflutningur jókst um 1,5 prósent. Mælingu OECD á helstu hagvísum er ætlað að gefa upplýsingar um stefnubreytingar í hagsveiflum til skemmri tíma og gefa vísbendingar um það hvort hagkerfi séu að vaxa eða dragast saman. Stofnunin tók tölurnar fyrst saman árið 1965. Undir smásjánni Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir hagvísana ekki hafa verið neikvæðari síðan í olíukreppunni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. OECD tekur fram að ekki sé útlit fyrir að viðsnúnings gæti í allra nánustu framtíð. Þá er tekið fram að sérstaklega hafi tekið að halla undan fæti hjá stærstu þjóðum heims sem standi utan við stofnunina, svo sem í Brasilíu, Kína, Indlandi og í Rússlandi. Hafi þau dregist niður í svelg vegna alvarlegs samdráttar og minnkandi eftirspurnar hjá ríkustu og umsvifamestu þjóðum heims. Innflutningur hér dróst saman um 33 prósent eftir efnahagshrunið á milli fjórðunga á fjórða ársfjórðungi í fyrra en útflutningur jókst um 1,5 prósent. Mælingu OECD á helstu hagvísum er ætlað að gefa upplýsingar um stefnubreytingar í hagsveiflum til skemmri tíma og gefa vísbendingar um það hvort hagkerfi séu að vaxa eða dragast saman. Stofnunin tók tölurnar fyrst saman árið 1965.
Undir smásjánni Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira