Erlent

Evran verður allsráðandi

Matti Vanhanen
Matti Vanhanen

Finnar telja stöðugt vaxtastig, upptöku evru og ferðafrelsi til helstu kosta aðildar landsins að Evrópusambandinu fyrir fjórtán árum. Þetta kemur fram í könnun Samtaka aðila á vinnumarkaði þar í landi í nýliðnum mánuði.

Þá töldu margir finnska frumkvöðla og fyrirtæki hafa hagnast á aðildinni. Margir telja sömuleiðis evruna verða allsráðandi innan aðildarríkja sambandsins á næstu árum.

Hátt verðlag, sundurleitni og vandamál tengd stefnu ESB í innflytjendamálum flokkast hins vegar til gallanna auk þess sem Finnar telja að bændur hafi átt undir högg að sækja innan ESB frá því landið fékk aðild að sambandinu fyrir fjórtán árum. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×