Viðskipti innlent

Norðurþing tapaði 1,3 milljörðum í fyrra

Húsavík. Myndin er á heimasíðu Norðurþings.
Húsavík. Myndin er á heimasíðu Norðurþings.

Rekstrarniðurstaða Norðurþings eftir afskriftir og fjármagnsliði var neikvæð um 1.341,8 milljónir kr. á síðasta ári.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að erfitt efnahagsástand og gengisfall íslensku krónunnar setur mark sitt á rekstrarniðurstöðu samstæðu Norðurþings sem hefur á undanförnum árum lagt í miklar fjárfestingar tengdar stóriðju í héraðinu.

Áhrifanna gætir fyrst og fremst í fjármagnsliðum samstæðunnar sem voru neikvæðir um 1.380,1 milljónir kr. á árinu 2008.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 100,2 milljónir kr. samanborið við 116,5 milljónir kr. rekstrarafgang skv. fjárhagsáætlun.

Rekstrartekjur voru 2.458,4 milljónir kr. og rekstrargjöld 2.358,2 milljónir kr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 114,2 milljónum kr.

Afborganir langtímalána námu 350,6 milljónum kr. en ný lán voru 270 milljónir kr. Handbært fé samstæðunnar lækkaði um 133,3 milljónir kr. á árinu 2008.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×