Erlent

Karadzic neitar að mæta

Réttarhöld hefjast í dag yfir fyrrverandi leiðtoga Bosníu Serba, Radovan Karadzic í Hollandi. Ákæruliðirnir eru ellefu og er hann meðal annars sakaður um að hafa staðið fyrir þjóðarmorði, glæpum gegn mannkyni og gerst sekur um stríðsglæpi í Bosníustríðinu á tíunda áratug síðustu aldar. Karadzic er 64 ára gamall og var hann færður fyrir Stríðsglæpadómstólinn í Hag á síðasta ári eftir að hafa verið á flótta í þrettán ár.

Réttarhöldin eiga að hefjast núna klukkan átta en í morgun lýsti Karadzic því yfir að hann ætlaði ekki að mæta þar eð hann þyrfti lengri tíma til þess að undirbúa málsvörn sína. Um hundrað þúsund manns létust í Bosníustríðinu sem stóð frá árinu 1992 til ársins 1995.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×