Háskalegt inngrip að stöðva refaveiðarnar 19. nóvember 2009 04:30 Um fimm þúsund refir eru veiddir hér á landi á hverju ári. Refaskyttur óttast að refaveiðar leggist af með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið. Dýralíf Snorri Jóhannesson, formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna, óttast að refaveiðar leggist af hér á landi þar sem niðurgreiðslu frá ríkinu nýtur ekki lengur við. Umhverfisstofnun hefur lagt allt að sautján milljónir króna á ári í endurgreiðslu til sveitarfélaganna vegna refaveiða. Greiðslan átti að jafngilda helmingnum af því verðlaunafé sem skyttur fá fyrir hvern ref. Vegna niðurskurðar er búið að leggja greiðslurnar af og því hætt við að sveitarfélögin haldi að sér höndum. Um fimm þúsund refir eru veiddir hér á ári hverju. „Ég held að þetta sé mjög hæpinn sparnaður burtséð frá þeirri áhættu sem ég tel menn vera að taka. Það eru mikil inngrip í náttúruna að hefja veiðar á dýrastofni en það eru líka mikil inngrip að hætta veiðum á dýrum sem hafa verið veidd öldum saman,“ segir Snorri. „Við vitum að þar sem refaveiðar hafa verið illa stundaðar eða alls ekki hefur það haft mikil áhrif á fuglalífið.“ Landssamtök sauðfjárbænda hafa einnig mótmælt ákvörðuninni. Veruleg fjölgun á ref geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríkið. „Það má gera ráð fyrir að það séu hundruð lömb sem fari í refinn á hverju ári. Ég get ekki verið nákvæmari en það en ég vona að það séu ekki þúsundir,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Snorri refaskytta hefur ekki jafn miklar áhyggjur af sauðfénu. „Ég hef miklu meiri áhyggur af lífríkinu í heild og þessari tilraun sem er verið að gera. Ef refaveiðum verður hætt þarf að taka upp rannsóknir á áhrifunum og það verður dýrara en veiðarnar sjálfar.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur undir orð Snorra og Sindra. Hann segir að sveitarfélögin hafi tekið upp þessi mál á fundum með ríkisvaldinu, enda um samstarfsverkefni að ræða. Nú sé ríkisvaldið búið að draga sig út úr refaveiðunum. Það muni þó halda áfram endurgreiðslu fyrir mink. „Minkurinn er í forgangi og almennt talinn meiri vargur. En það er rétt að taka undir með þeim Snorra og Sindra,“ segir Halldór. Sjálfur gerir hann mikinn mun á mink og ref. „Mín persónulega skoðun er sú að það þurfi að leggja meiri áherslu á minkinn. Það ætti að skoða hvort það sé ekki hægt að útrýma honum úr íslensku lífríki. Refurinn á hins vegar allan rétt á því að vera hér. Það þarf að halda aftur af honum – spurningin er bara hversu mikið það á að vera.“ kristjan@frettabladid.is Snorri Jóhannesson Halldór Halldórsson d Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Dýralíf Snorri Jóhannesson, formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna, óttast að refaveiðar leggist af hér á landi þar sem niðurgreiðslu frá ríkinu nýtur ekki lengur við. Umhverfisstofnun hefur lagt allt að sautján milljónir króna á ári í endurgreiðslu til sveitarfélaganna vegna refaveiða. Greiðslan átti að jafngilda helmingnum af því verðlaunafé sem skyttur fá fyrir hvern ref. Vegna niðurskurðar er búið að leggja greiðslurnar af og því hætt við að sveitarfélögin haldi að sér höndum. Um fimm þúsund refir eru veiddir hér á ári hverju. „Ég held að þetta sé mjög hæpinn sparnaður burtséð frá þeirri áhættu sem ég tel menn vera að taka. Það eru mikil inngrip í náttúruna að hefja veiðar á dýrastofni en það eru líka mikil inngrip að hætta veiðum á dýrum sem hafa verið veidd öldum saman,“ segir Snorri. „Við vitum að þar sem refaveiðar hafa verið illa stundaðar eða alls ekki hefur það haft mikil áhrif á fuglalífið.“ Landssamtök sauðfjárbænda hafa einnig mótmælt ákvörðuninni. Veruleg fjölgun á ref geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríkið. „Það má gera ráð fyrir að það séu hundruð lömb sem fari í refinn á hverju ári. Ég get ekki verið nákvæmari en það en ég vona að það séu ekki þúsundir,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Snorri refaskytta hefur ekki jafn miklar áhyggjur af sauðfénu. „Ég hef miklu meiri áhyggur af lífríkinu í heild og þessari tilraun sem er verið að gera. Ef refaveiðum verður hætt þarf að taka upp rannsóknir á áhrifunum og það verður dýrara en veiðarnar sjálfar.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur undir orð Snorra og Sindra. Hann segir að sveitarfélögin hafi tekið upp þessi mál á fundum með ríkisvaldinu, enda um samstarfsverkefni að ræða. Nú sé ríkisvaldið búið að draga sig út úr refaveiðunum. Það muni þó halda áfram endurgreiðslu fyrir mink. „Minkurinn er í forgangi og almennt talinn meiri vargur. En það er rétt að taka undir með þeim Snorra og Sindra,“ segir Halldór. Sjálfur gerir hann mikinn mun á mink og ref. „Mín persónulega skoðun er sú að það þurfi að leggja meiri áherslu á minkinn. Það ætti að skoða hvort það sé ekki hægt að útrýma honum úr íslensku lífríki. Refurinn á hins vegar allan rétt á því að vera hér. Það þarf að halda aftur af honum – spurningin er bara hversu mikið það á að vera.“ kristjan@frettabladid.is Snorri Jóhannesson Halldór Halldórsson d
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira