Innlent

Bíll kastaðist í gegnum skólagirðingu - Myndir

Mildi þykir að ekki fór verr. Mynd/Víkurfréttir - vf.is
Mildi þykir að ekki fór verr. Mynd/Víkurfréttir - vf.is

Harður árekstur varð í dag á mótum Hringbrautar og Miðtúns í Reykjanesbæ.

Tveir bílar skullu harkalega saman. Annar bíllinn hentist upp á gangstétt og í gegnum girðingu við lóð Myllubakkaskóla.

Áreksturinn var mjög harður eins og sjá má. Mynd/Víkurfréttir - vf.is

Börn voru að leik fyrir innan girðingarinnar en fyrir þó nokkra mildi þá varð sakaði ekkert af börnunum. Skólatíma var lokið þegar áreksturinn varð.

Talsvert tjón hlaust af árekstrinum en ökumenn eru ekki illa slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×