Erlent

Dularfullt hvarf í Svíþjóð: Hafa fundið lík

Mats Elm og Linda Chen.
Mats Elm og Linda Chen.
Lögreglan í Svíþjóð hefur að undanförnu leitað að Mats Elm, fyrrum meðleigjanda hinnar týndu Lindu Chen, en þeirri leit er nú lokið. Mats var handtekinn grunaður um aðild að hvarfinu sem hefur vakið óhuga svía undanfarið.

Þjónustustúlkan Linda Chen (32 ára) frá Falun í Svíþjóð hvarf fyrir tæpum sjö vikum. Mats Alm bjó með Lindu og tilkynnti um hvarf hennar á sínum tíma. Málið hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð.

„Við höfum fundið lík á því svæði sem hann bjó á," segir Hans Åke Hedin lögreglumaður. Lögreglan hafði uppá Mats Alm á þjóðvegi milli Falun og Rättvik, eftir ábendingu frá vegfaranda. Sá sagði mann í andlegu ójafnvægi með brunasár hafa nýlega flutt í hverfi rétt fyrir utan Falun. Hálftíma síðar var búið að handtaka Mats.

„Hann fór út úr húsi sínu og reyndi að tala við fólk í hverfinu. Hann var með alvarleg brunasár og við fórum með hann á sjúkrahús, segir Hans Åke.

Lögreglan gerði húsleit hjá manninum og hefur nú sagt að lík hafi fundist á svæðinu, þeir vilja þó ekki upplýsa hvort um sé að ræða hina týndu Lindu Chen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×