Handbolti

Haukasigur gegn Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Haukum.
Úr leik með Haukum.
Haukar vann sigur á Val í eina leik kvöldsins í N1-deild kvenna, 29-26. Staðan í hálfleik var 15-14, Val í vil.

Ramune Pekarskyte og Hanna G. Stefánsdóttir fóru mikinn í leiknum í kvöld. Ramune skoraði ellefu mörk og Hanna níu, þar af sex úr vítum.

Hjá Val var Hrafnhildur Skúladóttir markahæst með sjö mörk, þar af fimm úr vítum. Drífa Skúladóttir skoraði fimm mörk og Dagný Skúladóttir fjögur. Berglind Íris Hansdóttir varði sextán skot í markinu.

Haukar juku þar með forskot sitt á toppi deildarinnar í sex stig. Haukar eru með 22 stig en Stjarnan er með sextán og á þrjá leiki til góða.

Valur er í þriðja sæti með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×