Viðskipti innlent

S&P íhugar að lækka lánshæfismat Landsvirkjunar

Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) íhugar nú að lækka lánshæfismat Landsvirkjunar og hefur sett fyrirtækið á athugunarlista hjá sér með neikvæðum horfum. Sem stendur er langtímaeinkunn Landsvirkjunar BBB- og til skamms tíma er hún A-3.

Fjallað er um málið á vefsíðunni EuroInvestor.co.uk. Þar segir að S&P álíti aðsökum þess hve lánstraustið, sem Landsvirkjun hafi, fari minnkandi sé hætta á að það veiki lausafjárstöðu fyrirtækisins og auki erfiðleika í rekstri þess. Þar að auki sé óljóst um styrk íslenska ríkisins til að styðja við rekstur Landsvirkjunar.

Fram kemur að S&P styðjist við staðla sem nái yfir ríkisrekin fyrirtæki við matið á Landsvirkjun. Því hafi lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins einnig áhrif á mat S&P.

Þá segir S&P að ekki séu líkur á að Landsvirkjun verði einkavædd í náinni framtíð. Fyrirtækið sé of mikilvægt fyrir íslenska hagkerfið og það yrði of mikill skellur fyrir orðstír Íslands ef það kæmist í þrot.



Í lokin segir í umfjöllun EuroInvestor að þessa stundina sé lánstraust Landsvirkjunar B- að mati S&P.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×