Flanagan: Öll skilyrði uppfyllt fyrir endurskoðun AGS 21. október 2009 14:52 Flanagan, t.h., ásamt Roswadowski fulltrúa AGS á Íslandi. Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS. „Við erum komin með grunn til að byggja á í framtíðinni," segir Flanagan en í viðtalinu fer hann ítarlega yfir stöðu mála og þá þróun sem átt hefur sér stað síðan að áætlun sjóðsins og stjórnvalda var samþykkt fyrir síðustu áramót. Aðspurður um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag segir Flanagan að ekki verði hjá því komist að Ísland finni fyrir kreppunni af fullum þunga á þessu ári. Atvinnuleysi sé þegar yfir 7% og að landsframleiðslan muni dragast saman um 8,5%. Hið jákvæða sé að þrátt fyrir að þetta séu stórar tölur eru þær samt minni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Á sama tíma hefur undist ofan af mikilli verðbólgu og gríðarlegum viðskiptahalla," segir Flanagan. „Stöðugleiki hefur komist á fjármálamarkaðinn og gengið hefur haldist á svipuðum slóðum og það var lægst fyrir hrunið." Í viðtalinu er Flanagan spurður um gífurlegar erlendar skuldir Íslendinga. Hann segir að skuldasúpan í heild sinni muni fara í um 310% af landsframleiðslu. Hinsvegar muni brúttóskuldir hins opinbera ná hámarki í 135% af landsframleiðslunni. „Heildarskuldirnar eru mun hærri en við mátum þær í kjölfar hrunsins s.l. haust" segir Flanagan. „En þótt þær séu háar metum við að þær séu viðráðanlegar." Flanagan segir að hinar erlendu skuldir muni lækka eftir því sem endurheimtur úr hinum föllnu bönkum aukast og eftir því sem skuldir fyrirtækja og fjármálageirans verða afskrifaðar. „Þar að auki á Ísland verulegar erlendar eignir sem eru í eigu lífeyrissjóðakerfisins," segir Flanagan. Hvað varðar skuldir hins opinbera segir Flanagan að lykillinn þar sé metnaðargjörn fjárhagsleg aðlögun að ástandinu. Hvað varðar samanburð við önnur lönd í þessu tilviki nefnir Flanagan sömu rökin og fyrir heildarskuldunum. AGS hafi framkvæmt álagspróf hvað skuldir landsins varðar og þar hafi Icesave skuldirnar verið teknar með í reikninginn. Þótt skuldirnar séu háar nú muni þær fara lækkandi og það sé jafnvel hægt að ráða við frekari áföll. Hvað varðar vaxtalækkun segir Flanagan að AGS ráðleggi stjórnvöldum ennþá að fara sér varlega í þeim efnum. Hann bendir á að í raun séu stýrivextir nú 9,5% og þeir séu á nokkuð svipuðu róli og í öðrum nýmarkaðalöndum. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS. „Við erum komin með grunn til að byggja á í framtíðinni," segir Flanagan en í viðtalinu fer hann ítarlega yfir stöðu mála og þá þróun sem átt hefur sér stað síðan að áætlun sjóðsins og stjórnvalda var samþykkt fyrir síðustu áramót. Aðspurður um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag segir Flanagan að ekki verði hjá því komist að Ísland finni fyrir kreppunni af fullum þunga á þessu ári. Atvinnuleysi sé þegar yfir 7% og að landsframleiðslan muni dragast saman um 8,5%. Hið jákvæða sé að þrátt fyrir að þetta séu stórar tölur eru þær samt minni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Á sama tíma hefur undist ofan af mikilli verðbólgu og gríðarlegum viðskiptahalla," segir Flanagan. „Stöðugleiki hefur komist á fjármálamarkaðinn og gengið hefur haldist á svipuðum slóðum og það var lægst fyrir hrunið." Í viðtalinu er Flanagan spurður um gífurlegar erlendar skuldir Íslendinga. Hann segir að skuldasúpan í heild sinni muni fara í um 310% af landsframleiðslu. Hinsvegar muni brúttóskuldir hins opinbera ná hámarki í 135% af landsframleiðslunni. „Heildarskuldirnar eru mun hærri en við mátum þær í kjölfar hrunsins s.l. haust" segir Flanagan. „En þótt þær séu háar metum við að þær séu viðráðanlegar." Flanagan segir að hinar erlendu skuldir muni lækka eftir því sem endurheimtur úr hinum föllnu bönkum aukast og eftir því sem skuldir fyrirtækja og fjármálageirans verða afskrifaðar. „Þar að auki á Ísland verulegar erlendar eignir sem eru í eigu lífeyrissjóðakerfisins," segir Flanagan. Hvað varðar skuldir hins opinbera segir Flanagan að lykillinn þar sé metnaðargjörn fjárhagsleg aðlögun að ástandinu. Hvað varðar samanburð við önnur lönd í þessu tilviki nefnir Flanagan sömu rökin og fyrir heildarskuldunum. AGS hafi framkvæmt álagspróf hvað skuldir landsins varðar og þar hafi Icesave skuldirnar verið teknar með í reikninginn. Þótt skuldirnar séu háar nú muni þær fara lækkandi og það sé jafnvel hægt að ráða við frekari áföll. Hvað varðar vaxtalækkun segir Flanagan að AGS ráðleggi stjórnvöldum ennþá að fara sér varlega í þeim efnum. Hann bendir á að í raun séu stýrivextir nú 9,5% og þeir séu á nokkuð svipuðu róli og í öðrum nýmarkaðalöndum.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira