Viðskipti innlent

Segir afstöðu Sjálfstæðisflokks til ESB vera sorgarsögu

Dr.Jónas Haralz segir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsaðildar sorgarsögu sem líklega er byggð á misskilningi. Hann segir allt tal um að skila láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjarstæðukennt.

Þetta sagði Jónas í Markaðnum með Birni Inga á Stöð 2 í gærkvöldi, en hann var um árabil helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Greint er frá þessu á pressan.is

Jónas segir allt tal um að skila láninu frá AGS fjarstæðukennt. Sjóðurinn sé kerfi sem þjóðir heims hafi komið sér upp til að hjálpa öðrum þjóðum í neyð og Íslendingar ættu að vera þakklátir fyrir að tilheyra því kerfi. Segist hann treysta sjóðnum til allra góðra verka, rétt eins og Seðlabankanum.

Jónas hefur verið talsmaður þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og taki upp evru. Hann segir það hafa reynst Íslandi afar illa að hafa einangrað sig í gjaldeyrismálum.

Aðspurður um afstöðu Sjálfstæðisflokksins sem á landsfundi lagðist gegn inngöngu Íslands í ESB segir Jónas það sorgarsögu vegna þess að flokkurinn hafi ávallt verið í forystu um samvinnu Íslands við aðrar þjóðir. Hann getur ekki skýrt af hverju flokkurinn hafi tekið þessa afstöðu, en hún hljóti að vera byggð á misskilningi.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×