Viðskipti innlent

Atvinnuleysi minnkar í fyrsta sinn síðan í október

Atvinnulausum fækkar milli mánaðanna apríl og maí og hefur það ekki gerst síðan í október s.l. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 17.511 á atvinnuleysisskrá þann 8. apríl s.l. en í dag er talan 17.351 sem er fækkun um 160 einstaklinga.

Því miður mun þessi ánægjulega þróun ekki haldast út maí-mánuð því þá fer skólafólk að koma inn á markaðinn af fullum þunga eftir lok prófa. Þá reiknar Vinnumálastofnun með að atvinnulausum muni fjölga töluvert frá því sem nú er.

Sem fyrr segir eru 17.351 á skrá í dag. Af þeim eru 10.837 karlar og 6.514 konur. Atvinnulausir eru sem fyrr langflestir á höfuðborgarsvæðinu eða 11.862 talsins. Minnst er atvinnuleysið á Vestfjörðum eða 118 manns og litlu meira á Norðurlandi vestra þar sem 150 eru skráðir atvinnulausir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×