Erlent

Ares-flaugin á loft í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Flaugin klár á skotpalli.
Flaugin klár á skotpalli.

Tilraunageimflauginni Ares 1-X verður skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í dag og er þetta í fyrsta skipti í marga áratugi sem annars konar geimfar en geimskutla stendur á skotpalli 39-B þar á bæ. Eins og fréttastofan greindi frá í síðustu viku er hin nýja Ares-flaug hluti af Constellation-geimferðaáætluninni sem kemur til með að leysa geimskutlurnar af hólmi en þær hafa verið í notkun síðan í apríl 1981 og eru flestar komnar af léttasta skeiði. Síðasta geimskutlan fer í loftið í september 2010 en ekki er gert ráð fyrir að menn fari út í geiminn undir merkjum Constellation-áætlunarinnar fyrr en í fyrsta lagi árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×