Snæfell í undanúrslitin 19. mars 2009 19:01 Sigurður Þorvaldsson Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið. Dominos-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið.
Dominos-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira