Snæfell í undanúrslitin 19. mars 2009 19:01 Sigurður Þorvaldsson Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið. Dominos-deild karla Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið.
Dominos-deild karla Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira