Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í sigri Rhein-Neckar Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson lék mjög vel með Rhein-Neckar Löwen í dag.
Guðjón Valur Sigurðsson lék mjög vel með Rhein-Neckar Löwen í dag. Mynd/AFP
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen í 32-29 sigri á Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Guðjón Valur skoraði sjö mörk í leiknum.

Það voru fleiri Íslendingar en Guðjón Valur sem komust á blað hjá Rhein-Neckar Löwen því Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk, bæði úr vítum, og Snorri Steinn Guðjónsson gerði eitt mark.

Guðjón Valur var valinn maður leiksins á vef Löwen ásamt Slawomir Szmal markverði sem varði 17 skot í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×