Innlent

Jakob Frímann er enn í Ráðhúsinu

Ráðhúsið Kjörnir fulltrúar sögðu fyrir rúmu ári að starf Jakobs yrði auglýst í fyllingu tímans.Fréttablaðið / stefán
Ráðhúsið Kjörnir fulltrúar sögðu fyrir rúmu ári að starf Jakobs yrði auglýst í fyllingu tímans.Fréttablaðið / stefán

Reykjavík Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar-mála, er enn við störf í Ráðhúsi Reykjavíkur þrátt fyrir að ráðningartími hans hafi runnið út í lok apríl.

„Ég er bara að ljúka ýmsum verkefnum sem fer að sjá fyrir endann á,“ segir Jakob Frímann, en verkefni hans lutu meðal annars að hreinsun og fegrun miðborgarinnar og samræmingu starfa þeirra sem koma að málefnum hennar.

Ráðning Jakobs var á sínum tíma umdeild. Hann var ráðinn án auglýsingar sem var skýrt með því að um tímabundna ráðningu væri að ræða.

Ólafur F. Magnússon, þáverandi borgarstjóri, var gagnrýndur vegna ráðningarinnar, auk þess sem laun Jakobs þóttu há, en hann hafði 710 þúsund krónur á mánuði sem miðborgarstjóri.

Jakob segir að til umræðu sé að hann taki að sér frekari verkefni fyrir borgina í náinni framtíð, án þess að tímabært sé að hann tjái sig um eðli þeirra hugmynda. „En ég get vel hugsað mér að starfa áfram að uppgangi miðborgarinnar,“ segir Jakob Frímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×