Innlent

Niðurstöðu er að vænta í dag

Utanríkismálanefnd Alþingis reyndi að komast að málamiðlun um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi sem stóð fram eftir kvöldi í gær. Niðurstöðu er að vænta í dag en utanríkismálanefnd hittist aftur klukkan hálf níu. Bjartsýni virðist ríkja um að mögulegt verði að ná lendingu þar sem önnur umræða um málið hafði verið sett á dagskrá þingsins í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Tvær tillögur um ESB-málið hafa legið fyrir, önnur borin fram af stjórnarflokkunum og hin af stjórnarandstöðunni. Rætt hefur verið um að sameina tillögurnar í eina.

Eins og fram hefur komið er ekki síst tekist á um hvort rétt sé að gengið verði til tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu; um hvort eigi að ganga til viðræðna og að niðurstaða þeirra verði sett í dóm þjóðarinnar þegar samningur liggur fyrir. Náist árangur á morgunfundi getur afgreiðsla málsins tekið stuttan tíma svo jafnvel verði gengið til atkvæða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×