Erlent

Mannfall í Afganistan

Frá Afganistan í dag. Mynd/AP
Frá Afganistan í dag. Mynd/AP

Að minnsta kosti 14 Bandaríkjamenn týndu lífi í Afganistan í dag. Sjö hermenn og þrír óbreyttir borgarar féllu þegar að þyrla bandaríska hersins brotlenti í vesturhluta landsind eftir að skotið var á hana. Að auki eru 14 Afganir særðir og 12 Bandaríkjamenn. Talibanar eru sagðir bera ábyrgð á árásinni.

Þá fórust fjórir bandarískir hermenn þegar að tvær herþyrlur á vegum NATO lentu saman í suðurhluta Afganistan í dag. Tveir hermenn eru lífshættulega slasaðir eftir slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×