Erlent

Fyrrverandi forseti Frakklands fyrir dóm

Óli Tynes skrifar
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands.
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands.

Franskur rannsóknardómari hefur skipað Jacques Chirac fyrrverandi forseta Frakklands að mæta fyrir dóm til að svara ásökunum um misnotkun á almannafé meðan hann á sínum tíma var borgarstjóri Parísar.

Chirac er sakaður um að hafa haft flokksbræður sína og starfsmenn flokksins á launaskrá borgarinnar, þótt þeir kæmu ekkert nálægt málefnum hennar.

Mál þetta hefur verið rekið í mörg ár. Þegar árið 1999 taldi réttvísin sig hafa sannanir fyrir því að Chirac hefði vitað af þessu svindli.

Forsetinn fyrrverandi kvaðst í dag reiðubúinn að mæta fyrir dóm, enda ætti hann auðvelt með að sanna sakleysi sitt.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem fyrrverandi forseti er dreginn fyrir dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×