Bankarisi í algjörum mínus 16. janúar 2009 13:24 Kenneth D. Lewis, forstjóri Bank of America. Mynd/AFP Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira