Mikil tækifæri á alþjóðlegum lyfjamarkaði Gunnar Örn Jónsson skrifar 29. júlí 2009 12:12 Róbert Wessman. Mynd/GVA Róbert Wessman segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag, mun Róbert taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. „Nú eru lyfjafyrirtækin stærri í ljósi mikillar samþjöppunar undanfarin ár og fyrirtæki frá Asíu eru óðum að ná fótfestu á vestrænum mörkuðum. Því hefur fylgt harðari samkeppni. Þessar breytingar kalla á nýjar áherslur, ætli menn að ná árangri. Sérhæfing okkar mun að miklu leyti liggja í þróun lyfja sem erfið eru í þróun og framleiðslu en þar ríkir oftast minni samkeppni."Um hluthafa og sjóðinn Róbert segir hluthafahópinn sterkan og sameiginleg markmið eigenda sé að byggja upp leiðandi alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki innan fárra ára. „Öflugt innra starf skapar góðan grunn að vexti og munum við fyrst og fremst leggja áherslu á fjárfestingu í þróunarstarfi og byggja þannig upp til framtíðar. Við munum einnig skoða sóknarfæri inn á nýja markaði og þar erum við helst að horfa til Austur-Evrópu, Mið-Austurlanda, Asíu og Suður-Ameríku. Það eru allt markaðir í góðum vexti og við sjáum því góð tækifæri í þessu félagi," segir Róbert. Um uppbyggingu félagsins Róbert segir að við uppbyggingu félagsins verði tækifæri skoðuð gaumgæfilega og líkt og hann hafi gert í starfi sínu hjá Actavis mun félagið varast of mikla skuldsetningu í sínum vexti. „Actavis var ávallt vel fjármagnað með eigin fé á móti skuldum og það er í raun ekki fyrr en félagið er tekið af markaði sem skuldsetningin eykst frá því sem áður var. Markmið sjóðsins er að auka umsvif sín á næstu árum til að styðja við framtíðarsýn eigenda um að byggja upp leiðandi alþjóðlegt félag. Við munum hinsvegar flýta okkur hægt og mitt hlutverk verður að stýra sjóðnum og fjárfestingum þess," segir Róbert.Starfsemi á Íslandi Róbert segist vel sjá fyrir sér ákveðnar stoðeiningar á Íslandi til framtíðar og sú staðsetning geti í raun verið góð í ljósi þess að stefnt verður að uppbyggingu í Evrópu. Áhugavert væri að nýta þá þekkingu sem hér er og vonandi skapa auknar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Tengdar fréttir Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29. júlí 2009 10:41 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Róbert Wessman segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag, mun Róbert taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. „Nú eru lyfjafyrirtækin stærri í ljósi mikillar samþjöppunar undanfarin ár og fyrirtæki frá Asíu eru óðum að ná fótfestu á vestrænum mörkuðum. Því hefur fylgt harðari samkeppni. Þessar breytingar kalla á nýjar áherslur, ætli menn að ná árangri. Sérhæfing okkar mun að miklu leyti liggja í þróun lyfja sem erfið eru í þróun og framleiðslu en þar ríkir oftast minni samkeppni."Um hluthafa og sjóðinn Róbert segir hluthafahópinn sterkan og sameiginleg markmið eigenda sé að byggja upp leiðandi alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki innan fárra ára. „Öflugt innra starf skapar góðan grunn að vexti og munum við fyrst og fremst leggja áherslu á fjárfestingu í þróunarstarfi og byggja þannig upp til framtíðar. Við munum einnig skoða sóknarfæri inn á nýja markaði og þar erum við helst að horfa til Austur-Evrópu, Mið-Austurlanda, Asíu og Suður-Ameríku. Það eru allt markaðir í góðum vexti og við sjáum því góð tækifæri í þessu félagi," segir Róbert. Um uppbyggingu félagsins Róbert segir að við uppbyggingu félagsins verði tækifæri skoðuð gaumgæfilega og líkt og hann hafi gert í starfi sínu hjá Actavis mun félagið varast of mikla skuldsetningu í sínum vexti. „Actavis var ávallt vel fjármagnað með eigin fé á móti skuldum og það er í raun ekki fyrr en félagið er tekið af markaði sem skuldsetningin eykst frá því sem áður var. Markmið sjóðsins er að auka umsvif sín á næstu árum til að styðja við framtíðarsýn eigenda um að byggja upp leiðandi alþjóðlegt félag. Við munum hinsvegar flýta okkur hægt og mitt hlutverk verður að stýra sjóðnum og fjárfestingum þess," segir Róbert.Starfsemi á Íslandi Róbert segist vel sjá fyrir sér ákveðnar stoðeiningar á Íslandi til framtíðar og sú staðsetning geti í raun verið góð í ljósi þess að stefnt verður að uppbyggingu í Evrópu. Áhugavert væri að nýta þá þekkingu sem hér er og vonandi skapa auknar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.
Tengdar fréttir Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29. júlí 2009 10:41 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29. júlí 2009 10:41