Innlent

Rafmagnsleysi kostar Mjólkursamsöluna rúma hálfa milljón

Mjólkursamsalan. Mynd úr safni.
Mjólkursamsalan. Mynd úr safni.

Nokkurt tjón varð hjá Mjólkursamsölunni á Selfossi í morgun þegar 6000 lítrar af mjólk fóru forgörðum vegna rafmagnsleysis, en rafmagnslaust varð í fimm mínútur þegar grafa í nágrenninu rakst í háspennustreng við Ljósafossvirkjun.

Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi, segir að tjónið nemi 6-7 hundruð þúsund krónum. Hann segir þó mjólkin hafi farið forgörðum verði ekki seinkun á afhendingu mjólkurafurða í verslanir, bæði þar sem mjólkinni sé pakkað hjá MS í Reykjavík og lagerstaða annarra afurða, eins og skyrs og jógúrts, hafi verið góð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×