Háir vextir veikja krónuna 4. apríl 2009 06:00 Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján prósentustigum. Rök Seðlabankans fyrir háum vöxtum eru helst þau að það verji gengi krónunnar. Nánar tiltekið telur bankinn að ávöxtun á íslenskum markaði þurfi að vera ásættanleg miðað við áhættu þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt til að sporna við útflæði gjaldeyris. Með öðrum orðum verða Íslendingar að borga háa vexti til að erlendir aðilar skipti ekki út íslenskum verðbréfum fyrir erlenda mynt þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Í fyrsta lagi eru vextir undanþegnir gjaldeyrishöftum og því má skipta vaxtagreiðslum beint yfir í erlenda mynt miðað við núverandi reglur. Samkvæmt heimildum Seðlabankans eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljöðrum og þar af má ætla að um 150-200 milljarðar séu á fljótandi vöxtum. Samkvæmt munnlegum heimildum markaðsaðila nýta þessir aðilar sér reglulega að skipta vaxtagreiðslum fyrir erlendan gjaldeyri. Hærri vextir valda því meira útflæði gjaldeyris. Meira útflæði gjaldeyris veikir krónuna. Til að setja hlutina í samhengi mun hvert prósentustig minnka útflæði vegna fljótandi vaxta um 1.5 til 2 milljarða á ársgrunni. Tveggja prósentustiga lækkun þýðir því sparnað fyrir ríkið sem samvarar áætluðum tekjum af hátekjuskatti. Heildarvaxtagjöld miðað við 17% vexti og 150-200 milljarða skuld eru 26-34 milljarðar á ári sem aftur má skipta í gjaldeyri. Þetta útflæði samsvarar nettó gjaldeyrisáhrifum af þorskveiði núverandi fiskveiðiárs. Lægri vextir munu því draga markvert úr útstreymi gjaldeyris við núverandi aðstæður. Í öðru lagi endurspeglar íslenska krónan íslenskt efnahagslíf. Fyrirtæki og heimili eru nú í sárum eftir bankahrunið, gengisfall, tilheyrandi verðbólguskot, almennan samdrátt, eignatap og tapað lánstraust erlendis. Á sama tíma og spáð er 10% samdrætti í landsframleiðslu, áður óþekktu atvinnuleysi og tímabilum verðhjöðnunar er fráleitt að ætla að efnahagslífið geti staðið undir vöxtum nálægt 20%. Lægri vextir munu aftur á móti styrkja efnahagslífið og hvetja til fjárfestinga með tilheyrandi atvinnusköpun. Slíkur raunverulegur stuðningur við efnahagslífið eykur síðan aftur tiltrú á gjaldmiðlinum sem endurspeglar grundvallar efnahagsaðstæður. Í þriðja lagi virðist Seðlabankinn byggja á forsendunni um að það verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum í náinni framtíð og því sé þess virði að borga háa vexti í skamman tíma með von um að fljótlega verði hægt að lækka þá þegar tiltrú erlendra aðila á hagkerfinu hefur aukist . Þessi forsenda verður að teljast veik því líklegt er að höft verði til staðar í marga mánuði og jafnvel ár til viðbótar til að verja gengi krónunnar. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Miðað við gengi krónunnar utan Íslands er hæpið að hægt sé að aflétta höftunum í bráð án þess að fjármagn flæði úr landi þar til jafnvægi næst á gengi krónunnar. Erlent fjármagn, sem bundið er í íslenskum skuldabréfum (sem er bein afleiðing hávaxtastefnu seðlabankans undanfarin ár), er svo mikið að það er ekki raunhæft að gefa kost á því að það fari í gegnum gjaldeyrismarkaðinn án þess að valda umtalsverðri veikingu krónunnar. Eins og áður hefur komið fram eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljarða. Þessi upphæð er mjög há samkvæmt öllum mælikvörðum. 400 milljarðar eru 1,6 sinnum heildarvelta á gjaldeyrismarkaði á ársgrunni (miðað við veltu síðustu fimm mánuði), 400 milljarðar eru 3 sinnum byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar, 400 milljarðar eru nokkru hærri en gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands (341 milljarðar) og jafngilda erlendum eignum allra íslenskra lífeyrissjóða (424 milljarðar). 400 milljarðar samsvara nettó innstreymi gjaldeyris vegna veiða á 2 milljónum tonna af þorski! Af þessu leiðir að það er næstum óhugsandi að höftunum verði aflétt án þess að semja sérstaklega við erlenda kröfuhafa (og viðhalda þar með ákveðnum höftum) og því verður núverandi vaxtastefna fyrst og fremst að byggja á þeirri forsendu. Rök fyrir því að seðlabankinn heldur vöxtum háum til að styrkja gengi krónunnar þola illa nánari skoðun. Þvert á móti eru sterk rök fyrir hinu gagnstæða. Rökrétt væri því að horfast í augu við þá staðreynd að ef markmiðið er að halda gengi krónunnar sterku þurfa gjaldeyrishöftin að vera til staðar í einhvern tíma í viðbót og því er eðlilegt að miða vaxtastefnuna fyrst of fremst við núverandi ástand efnahagsmála í landinu líkt og gert er í öðrum löndum. Jón Helgi er verkfræðingur. Kári er með doktorspróf í fjármálum og gegnir lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján prósentustigum. Rök Seðlabankans fyrir háum vöxtum eru helst þau að það verji gengi krónunnar. Nánar tiltekið telur bankinn að ávöxtun á íslenskum markaði þurfi að vera ásættanleg miðað við áhættu þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt til að sporna við útflæði gjaldeyris. Með öðrum orðum verða Íslendingar að borga háa vexti til að erlendir aðilar skipti ekki út íslenskum verðbréfum fyrir erlenda mynt þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Í fyrsta lagi eru vextir undanþegnir gjaldeyrishöftum og því má skipta vaxtagreiðslum beint yfir í erlenda mynt miðað við núverandi reglur. Samkvæmt heimildum Seðlabankans eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljöðrum og þar af má ætla að um 150-200 milljarðar séu á fljótandi vöxtum. Samkvæmt munnlegum heimildum markaðsaðila nýta þessir aðilar sér reglulega að skipta vaxtagreiðslum fyrir erlendan gjaldeyri. Hærri vextir valda því meira útflæði gjaldeyris. Meira útflæði gjaldeyris veikir krónuna. Til að setja hlutina í samhengi mun hvert prósentustig minnka útflæði vegna fljótandi vaxta um 1.5 til 2 milljarða á ársgrunni. Tveggja prósentustiga lækkun þýðir því sparnað fyrir ríkið sem samvarar áætluðum tekjum af hátekjuskatti. Heildarvaxtagjöld miðað við 17% vexti og 150-200 milljarða skuld eru 26-34 milljarðar á ári sem aftur má skipta í gjaldeyri. Þetta útflæði samsvarar nettó gjaldeyrisáhrifum af þorskveiði núverandi fiskveiðiárs. Lægri vextir munu því draga markvert úr útstreymi gjaldeyris við núverandi aðstæður. Í öðru lagi endurspeglar íslenska krónan íslenskt efnahagslíf. Fyrirtæki og heimili eru nú í sárum eftir bankahrunið, gengisfall, tilheyrandi verðbólguskot, almennan samdrátt, eignatap og tapað lánstraust erlendis. Á sama tíma og spáð er 10% samdrætti í landsframleiðslu, áður óþekktu atvinnuleysi og tímabilum verðhjöðnunar er fráleitt að ætla að efnahagslífið geti staðið undir vöxtum nálægt 20%. Lægri vextir munu aftur á móti styrkja efnahagslífið og hvetja til fjárfestinga með tilheyrandi atvinnusköpun. Slíkur raunverulegur stuðningur við efnahagslífið eykur síðan aftur tiltrú á gjaldmiðlinum sem endurspeglar grundvallar efnahagsaðstæður. Í þriðja lagi virðist Seðlabankinn byggja á forsendunni um að það verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum í náinni framtíð og því sé þess virði að borga háa vexti í skamman tíma með von um að fljótlega verði hægt að lækka þá þegar tiltrú erlendra aðila á hagkerfinu hefur aukist . Þessi forsenda verður að teljast veik því líklegt er að höft verði til staðar í marga mánuði og jafnvel ár til viðbótar til að verja gengi krónunnar. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Miðað við gengi krónunnar utan Íslands er hæpið að hægt sé að aflétta höftunum í bráð án þess að fjármagn flæði úr landi þar til jafnvægi næst á gengi krónunnar. Erlent fjármagn, sem bundið er í íslenskum skuldabréfum (sem er bein afleiðing hávaxtastefnu seðlabankans undanfarin ár), er svo mikið að það er ekki raunhæft að gefa kost á því að það fari í gegnum gjaldeyrismarkaðinn án þess að valda umtalsverðri veikingu krónunnar. Eins og áður hefur komið fram eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljarða. Þessi upphæð er mjög há samkvæmt öllum mælikvörðum. 400 milljarðar eru 1,6 sinnum heildarvelta á gjaldeyrismarkaði á ársgrunni (miðað við veltu síðustu fimm mánuði), 400 milljarðar eru 3 sinnum byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar, 400 milljarðar eru nokkru hærri en gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands (341 milljarðar) og jafngilda erlendum eignum allra íslenskra lífeyrissjóða (424 milljarðar). 400 milljarðar samsvara nettó innstreymi gjaldeyris vegna veiða á 2 milljónum tonna af þorski! Af þessu leiðir að það er næstum óhugsandi að höftunum verði aflétt án þess að semja sérstaklega við erlenda kröfuhafa (og viðhalda þar með ákveðnum höftum) og því verður núverandi vaxtastefna fyrst og fremst að byggja á þeirri forsendu. Rök fyrir því að seðlabankinn heldur vöxtum háum til að styrkja gengi krónunnar þola illa nánari skoðun. Þvert á móti eru sterk rök fyrir hinu gagnstæða. Rökrétt væri því að horfast í augu við þá staðreynd að ef markmiðið er að halda gengi krónunnar sterku þurfa gjaldeyrishöftin að vera til staðar í einhvern tíma í viðbót og því er eðlilegt að miða vaxtastefnuna fyrst of fremst við núverandi ástand efnahagsmála í landinu líkt og gert er í öðrum löndum. Jón Helgi er verkfræðingur. Kári er með doktorspróf í fjármálum og gegnir lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar